HÚSIÐ var stofnað árið 2017 í bænum Patreksfirði á Vestfjörðum.

Frá upphafi hefur markmiðið verið að hvetja til samvinnu milli heimafólks og listafólks sem hefur samfélags- og menningarlegt gildi.

Í dag eru gestavinnustofur í HÚSINU en áður voru þar einnig sýningarrými, kaffihús og samvinnurými. 

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon
Markmið okkar

Meginmarkmiðið er að skapa tengingu milli listafólks og samfélag svæðisins. Með því að gera það reynum við ekki einungis að efla menningu og listir heldur einnig að hvetja nýjar kynslóðir til að vera meira forvitnar, skapandi og hafa opinn huga varðandi menningarlegt umhverfi.

Í gegnum vinnustofurnar og sýningar sem við skipuleggjum með gestum okkar fær samélagið ávinning af þekkingu og sköpunarferli listafólksins. Gestavinnustofur hafa reynst vera opin dyr inn í heim möguleika, í gegnum skapandi hugsun og menningarleg samskipti og hafa áhrif á samfélög og listafólk til lengri tíma.

​HÚSIÐ og VINNUSTOFUR

Gestavinnustofurnar fara fram í Merkisteini, 122 ára gömlu húsi við sjóinn í bænum Patreksfirði. Húsið er lykilatriði við að mynda tengsl milli listafólksins og samfélagsins. Það spilar stórt hlutverk í sögu bæjarins þar sem það er eitt af elstu húsum þess og hafa fjölmargir bæjarbúar einhverja tengingu við húsið.

Gestir deila bæði vinnurýmunum sem og stofu, eldhúsi og baðherbergi með öðrum þáttakendum. Megin vinnurýmið er bjart, 25 fm með útsýni yfir fjörðinn. Hægt er t.d. að mála þar, vinna tölvuvinnu, semja tónlist, skrifa og margt fleira.

Annað vinnurými er 20 fm og staðsett í kjallaranum þar sem er takmörkuð lofthæð. Þar er hægt að vinna ýmsa grófari vinnu.

Eldhúsið er í opnu rými þar sem líka er stofa, eitt baðherbergi er í húsinu og þrjú svefnherbergi fyrir tvær manneskjur.

Garðurinn er stór, um 1300 fm með útsýni að fjalli í aðra áttina og yfir fjörðinn í hina. Yfir sumartíminn er vel mögulegt að vinna þar og einnig væri mögulegt að halda sýningar þar ef veður leyfir.

SAMBAND

Aðalstræti 72

450 Patreksfjörður

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Instagram Icon
 
  • Facebook
  • Instagram
HÚSIÐ residency
Aðalstræti 72
450 Patreksfjörður
8311255
hello (at) husid-workshop.com
Skráðu þig hér til að fylgjast vel með!