Umhverfið

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon
Þorpið

Patreksfjörður er lítið sjávarþorp með u.þ.b. 700 íbúum, staðsett á Vestfjörðum. Náttúrufegurðin er mikil og spilar þar birtan lykilhlutverk sem er mjög misjöfn eftir veðri og árstíðum.

Sundlaug bæjarins er utandyra og er glæsileg með miklu útsýni yfir fjörðinn. Þar er hægt að fá sér sundsprett og einnig er þar gott tækifæri til að kynnast heimafólki í heita pottinum, en hann er einn af meginsamkomustöðum bæjarins.

Þjónusta í bænum: Veitingastaðir, matvöruverslanir, pósturinn, banki, spítali, lögreglustöð, apótek, bílaverkstæði, upplýsingaskrifstofa fyrir ferðafólk, bókasafn, vínbúð og fleira.

Náttúran í nágrenninu

Sumar af mestu náttúruperlum landsins eru í nágrenni Patreksfjarðar og er tilvalið að skoða þær ef veður leyfir.

Til að nefna nokkrar: Rauðasandur með sínum rauðu sandfjörum, Látrabjarg með sínum klettum og líflegu fuglalífi, fossinn Dynjandi, Arnarfjörður með sínum fallegu fjörum og fjöllum og margt fleira.

  • Facebook
  • Instagram
HÚSIÐ residency
Aðalstræti 72
450 Patreksfjörður
8311255
hello (at) husid-workshop.com
Skráðu þig hér til að fylgjast vel með!