STAÐIR / Auður Lóa Guðnadóttir & Starkaður Sigurðarson


"Staðir / Places mun fara fram á sunnanverðum Vestfjörðum árið 2021 og langar okkur að byrja kynna fyrir ykkur þá listamenn sem valdir hafa verið til þess að sýna. Fyrstu listamennirnir sem við kynnum til leiks eru þau Auður Lóa Guðnadóttir og Starkadur Sigurdarson en þau munu vinna ný verk fyrir Staði 2021. Þessa stundina eru þau í rannsóknarferðalagi fyrir vestan á Patreksfirði en þar dvelja þau hjá góðvinum okkar í HÚSIÐ / art residency. "

Auður Lóa Guðnadóttir er myndlistarmaður, sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Hún nýtir sér virkni listhlutarins í sjálfu sér, alltaf þó sem hlutur í sínu eigin samfélagslega samhengi. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga og vinnur nú að einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur. Auður Lóa Guðnadóttir is an artist that plays on the border of the objective and the subjective, of sculpture and drawing, art and reality. She works with mundane phenomena, figurative imitation, and the visual language of both ancient and recent history. She seeks to activate the artwork itself, but always as an object in its own social environment. She has participated in various exhibitions, and is currently working on a solo exhibition in Reykjavík Art Museum. https://www.audurloa.com/

° ° ° Starkaður Sigurðarson hefur bakgrunn bæði í myndlist og skrifum. Eftir útskrift úr Listaháskólanum með BA próf í myndlist kláraði hann MFA gráðu í ritlist frá Goddard College í Vermont. Hann starfar aðallega við skrif, ritstjórn og sýningarstjórnun en hefur einnig starfað sem myndlistarmaður. Auk þess að vera stundakennari í Listaháskóla Íslands þá hefur hann skrifað fjölda texta fyrir listamenn og söfn, sem og reglulega myndlistarumfjöllun fyrir Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Starkaður er ritstjóri myndlistarritsins Stara, sem kemur út árlega í prenti á bæði íslensku og ensku, og er einn stofnandi gestavinnustofunnar Röstin Gestavinnustofa á Langanesi. Starkaður Sigurðarson has a background in both visual art and writing. After graduating from The Iceland University of the Arts he completed an MFA in creative writing from Goddard College. He works primarily as a writer, an editor, and curator, but has also worked as an artist. He has written numerous texts for artists and museums, as well as critique for the radio. He teaches at The Iceland University of the Arts and he is the editor of the art publication Stara (https://sim.is/stara/) and one of the founding members of the Röstin Residency in Langanes, Iceland.

STAÐIR, á ensku PLACES, er vinnudvöl og myndlistarverkefni sem fer fram á Vestfjörðum.

STAÐIR hófust árið 2013 með það fyrir sjónum að skapa vettvang fyrir vestan fyrir listamenn að vinna ýmist varanleg eða tímabundin verk í kringum sögulega og einstaka staði.

Tilgangur verkefnisins er að gefa listamönnum tíma og aðstöðu til að vinna að nýjum verkum í skapandi umhverfi með náttúruna í forgrunni.


Stjórn :Becky Forsythe, Eva Ísleifs, Þorgerður Ólafsdóttir 


In collaboration with Húsið, PLACES is a biannual exhibition project and mobile residency in the Westfjords, Iceland that began with the aim of initiating a platform for artists to develop new work, permanent or time-based, with close connection to nature or historical and significant places.

The project’s purpose is to provide artists with time and place to develop new work in a creative environment with nature in the foreground by offering time, space and the freedom to develop new ways of working.


Comittee: Becky Forsythe, Eva Ísleifs, Þorgerður Ólafsdóttir

STADIR.IS