house winter copy.jpg

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

fyrir gesti sem koma í vinnustofur á eigin vegum og forsendum
 
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

HÚSIÐ leggur áherslu á mannleg tengsl. Við trúum því að það að hitta annað fólk efli mann og veiti manni áskorun og innblástur.

 

Í gestavinnustofu HÚSSINS er til staðar fínt vinnurými, sem þú mögulega deilir með öðru listafólki eða forvitnum gestum sem eiga leið hjá.

 

 

Við viljum að listafólkið tengist samfélagi og menningu staðarins, sem er einmitt góð leið til að fá innblástur.

Við hvetjum þáttakendur til að setja upp sýningu í lok dvalarinnar og erum við reiðubúin að aðstoða við að skipuleggja það.

Gestavinnustofurnar eru opnar fyrir til að mynda myndlistarfólk, hönnuði, arkitekta, rithöfunda, myndhöggvara og kvikmyndagerðarfólk. Við leggjum áherslu á að fá þáttakendur sem hafa áhuga á að tengjast við samfélag staðarins.

Vinnu- og gistirýmið er staðsett milli fjalls og fjöru í gömlu timburhúsi innan bæjarins. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi fyrir tvo, sameiginleg stofa, eldhús og baðherbergi. 

 

Í sumum rýmum hússins er upprunalegt timbur á gólfum og veggjum frá því að húsið var byggt árið 1898. 

 

Vinnurýmið er bjart og er 25fm að stærð með útsýni að sjónum.

Annað vinnurými er í kjallaranum, þar sem lofthæð er lítil, en það rými hentar þó betur fyrir t.d. grófari vinnu.

(Residents are expected to bring their own tools, as the selection of tools available is still very limited - although we are working on building a tool library soon. )

Við erum staðsett á Patreksfirði sem er frekar einangraður fjörður á Vestfjörðum. Auðveldasta og fljótlegasta leiðin er að taka 40 mínútna flug frá Reykjavík með flugfélaginu Erni. Einnig er mögulegt að keyra frá Reykjavík, en það tekur u.þ.b. 5 klukkustundir. Hægt er að athuga með möguleika á bílaleigubíl og er hentugt að tala við Westfjords Adventures varðandi þá möguleika. 

Einnig er mögulegt að keyra til Stykkishólmar og taka ferjuna Baldur þaðan til Brjánslækjar. Fyrirtækið Sæferðir sér um þá ferðir, hægt er að sjá upplýsingar á saeferdir.is.

Hafið endilega samband ef þið hafið spurningar um hvernig hægt er að komast til okkar. 

Ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofanna.

Við reynum eftir besta móti að halda verðinu eins lágu og hægt er til að gera hæfileikaríku listafólki eða hönnuðum það kleift að koma hvernig sem fjárhögum þeirra er háttað.

Verð fyrir hvern einstakling er

1 víka 37.200 kr (með 24% VSK)

1 mánuður 99.000 kr (með 24% VSK)

Þáttakendur sem myndu vilja vera saman í herbergi fyrir tvo geta fengið lægra verð:

1 víka 55.800 kr

eða 27,900 kr á mann  (með 24% VSK)

1 mánuður 148.500 kr

eða 74,300 kr á mann (með 24% VSK)

SÆKJA UM VINNUSTOFUNA

arrow&v

1/2
 
  • Facebook
  • Instagram
HÚSIÐ residency
Aðalstræti 72
450 Patreksfjörður
8311255
hello (at) husid-workshop.com
Skráðu þig hér til að fylgjast vel með!