• Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

3. -  10.  - 17.  - 31. október  

18.00 - 20.00

Í samstarfi við:

VESTURBYGGÐ

BOOMERANG BAGS

HÚSIÐ - House of creativity kynnir í samstarfi við Vesturbyggð taupokagerð fyrir verkefnið Umhverfisvottaðir Vestfirðir. 

Vesturbyggð er þáttakandi í verkefninu Umhverfisvottaðir Vestfirðir ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Hluti af því verkefni er að minnka plastnotkun og þá plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Verkefnið Boomerang er alþjóðlegt og byggist á því að búa til poka úr því efni sem fellur til t.d. gömlum bolum sem hægt er að bera vörur heim úr versluninni. 

Við ætlum að hittast í HÚSIÐ - House of creativity, Merkisteini, Aðalstræti 72 þriðjudagskvöldið 3. október klukkan 19:30 og búa til poka úr bolum og öðru tilfallandi efni fyrir verkefnið Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Gott er ef fólk hafi tök á að koma með saumavélar með sér en það er ekki skilyrði, hægt er að vinna að öðrum þáttum þessa verkefnis.

Pokarnir eru saumaðir í sjálfboðavinnu og er komið fyrir í viðkomandi verslun og fólk fær þá endurgjaldslaust. Ef taupokar eru farnir að safnast fyrir heima þá getur fólk komið með þá aftur í verslunina og skilað þeim á pokastöðina og í raun skilað á hvaða pokastöð sem er í heiminum sem er með í Boomerang verkefninu.

Þess má geta að Vesturbyggð er líka hluti af verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir. Hér er linkur á það verkefni hér á facebook (https://www.facebook.com/groups/plastpokalaustisland/?ref=ts&fref=ts)

Hlökkum til að sjá sem flest ykkar! 🙂
 -------------------------------------------------------
English: 

HÚSIÐ  introduces in co-operation with Vesturbyggð:

Vesturbyggð is participant in the project "Environmental Friendly Westfjords". A part of that project is to reduce the use of plastic bags. The Boomerang project is international and is about making bags with material that we can find, like old t-shirts and that you can use to carry products home from the store.

The bags are made by volunteers and are put in the stores and people can have them there for free. If you start to have many bags at home, people can bring it back to the store or return it to other Boomerang project stations around the world if they like.

We are going to meet in Húsið and create bags for the project Environmental Friendly Westfjords.

Please spread the word, we hope we will see as many of you as possible! :)

Vesturbyggð is also participants in the project No plastic bags in Iceland, link